Handbolti

Fréttatilkynning

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við hinn þrítuga Örn Inga Bjarkason um að leika með meistaraflokki karla næstu tvö árin.

Styrktarkerfi Handknattleikdeildar Víkings

Vertu bakhjarl handboltans og komdu í Blokkina. 

Eitt helsta markmið handknattleiksdeildar Víkings er góð alhliða umgjörð óháð kyni og aldri. Við viljum skapa jákvætt, faglegt umhverfi þar sem hver og einn getur blómstrað í góðum félagsskap undir handleiðslu hæfra þjálfara með stuðningi aðstandenda og sjálfboðaliða félagsins. Það er mikilvægt að starfið sé fjárhagslega sjálfbært. 

Við stefnum að því að koma flaggskipum okkar, meistaraflokkum karla og kvenna, á þann stað sem þau áður voru. Á toppinn. Víkingsblokkin er mikilvæg leið til þess. Stuðningur ykkar skiptir sköpun. Þið getið valið mánaðarlegan stuðning að fjárhæð 2.000 krónum eða 4.000 krónum.

Ef þið viljið hjálpa okkur að skapa gott og heilbrigt umhverfi fyrir börnin og unglingana okkar samhliða því að koma Víkingi aftur á toppinn þá smellið þið á þá fjárhæð sem ykkur hentar, gangið frá skráningu í gegnum greiðsluvef Borgunar og Víkingsstarfiðtekur strax að styrkjast.

 

Mánaðarleg greiðsla 2.000 kr.  4.000 kr.   
       
       

 

Hjalti Már Hjaltason, fyrirliði meistaraflokks karla, hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Víkings til ársins 2022.

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Jón Gunnlaug Viggósson um að taka að sér aðalþjálfun meistaraflokks karla til ársins 2023 og ráðið Andra Berg Haraldsson sem aðstoðarþjálfara. Í þjálfarateyminu verður einnig Guðjón Örn Ingólfsson styrktarþjálfari.

Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá Víkingi hefur ákveðið að láta af störfum.

Íslenska landsliðið keppir nú á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Það verður því EM-veisla í Víkinni í janúar. þar sem við bjóðum öllum nýjum iðkendum frá 4 ára aldri að koma og prófa að æfa handbolta frítt út janúar.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna