Handbolti

 

Stelpurnar í Víkingi sigruðu UMFA í Víkinni, 25-21, í Grill 66 deildinni, fimmtudaginn 25. janúar. Alina Molkova skoraði flest mörk Víkinga í leiknum, 13, og þær Helga Birna Brynjólfsdóttir og Sigríður Rakel Ólafsdóttir komu næst með 3 mörk hvor. 

Liðið er nú í 5. sæti í deildinni með 11 stig eftir 11 leiki og markatalan er -11 net. Efstu lið deildarinnar eru HK og KA/Þór, bæði með 17 stig, ÍR er í þriðja sæti með 14 stig og FH er með 12 stig í 4 sæti. Víkingsstelpurnar leika næst gegn FH í Kaplakrika laugardaginn 10. febrúar kl. 16:00. 

 Nánari upplýsingar um stöðuna og næstu leiki eru á heimasíðu HSÍ.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna