Handbolti

Arnar Jón Agnarsson hefur óvænt bæst inn í hópinn hjá okkur Víkingum.Arnar Jón kemur til með að hækka meðalaldurinn í liðinu verulega (munar ca 20 árum á honum og yngsta manni liðsins), en reynsla hans á æfingum og í leikjum á eftir að reynast okkar ungu leikmönnum dýrmæt. Síðustu kynni sem við Víkingar höfðum af Arnari Jóni var þegar hann fyrir tveimur árum síðan skaut okkur út úr umspilinu á móti KR, skoraði sigurmarkið fyrir þá á síðustu sek í framlengingu.

Með komu sinni til Víkings núna, þá ætlum við að fyrirgefa honum það

Bjóðum Arnar Jón velkominn í hópinn og við erum sannfærð um að hann á eftir að reynast liðinu vel í þeirri baráttu sem framundan er.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna