Handbolti

Nú um áramótin urðu þjálfarskipti hjá meistaraflokki kvenna í handknattleik þar sem Þór Guðmundsson stígur til hliðar sökum anna og Sigurlaug Rúnarsdóttir tekur við boltanum. Þór mun hins vegar ekki segja skilið við þjálfun því hann mun halda áfram þjálfun yngri flokka Víkings. Mikill hugur er í handknattleiksdeild Víkings þrátt fyrir erfitt ástand og keppnisorkan farið í að þétta raðir, bæta aðstöðu áhorfenda og styrkja umgjörð leikmanna.

"Við í stjórn handknattleiksdeildar Víkings þökkum Þór fyrir hans framlag og hlökkum til samstarfsins við Sigurlaugu. Öll bíðum við spennt eftir því að spyrna við og bjóða áhorfendur aftur velkomna í Víkina"

Það er mikill liðsauki fyrir ungt og efnilegt lið Víkinga að fá Sigurlaugu aftur í Víkina en hún er bæði reynslumikill leikmaður sem og þjálfari og kom hún inn af miklum krafti strax á fyrstu æfingu ársins. Sigurlaug þjálfaði um tíma yngri flokka Víkings og var nú síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val.

Sigurlaug hafði þetta að segja:

"Það er spennandi að fá að taka þátt í að endurreisn handboltans hér í Víkinni með ungu og efnilegu liði. Grunnurinn er góður og nú verður allt sett í botn"

sigurlaug

Sigurlaug Rúnarsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna