Stelpurnar í Víkingi sigruðu UMFA í Víkinni, 25-21, í Grill 66 deildinni, fimmtudaginn 25. janúar. Alina Molkova skoraði flest mörk Víkinga í leiknum, 13, og þær Helga Birna Brynjólfsdóttir og Sigríður Rakel Ólafsdóttir komu næst með 3 mörk hvor.
Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Víkings 2017. Hægt er að vitja vinninga frá og með mánudeginum 8. janúar 2018 til 8.mars 2018.
Knattspyrnufélagið Víkingur þakkar öllum þeim sem keyptu miða í happdrættinu og söluaðilum fyrir þátttökuna.
Gleðilegt nýtt ár.
Dregið verður í jólahappdrætti Víkings 5. janúar.
Þetta er gert vegna þess að margir óseldir miðar eiga eftir að skila sér í hús.
Árlegt jólahappdrætti Víkings er í fullum gangi og hafa iðkendur í yngri flokkum félagsins nú þegar gengið í flest hús í öllu Víkingshverfinu.
Kæru Víkingar,
Árlegt jólahappdrætti Víkings er komið af stað og munu iðkendur í yngri flokkum félagsins ganga í hús í öllu Víkingshverfinu á næstu dögum. Við biðjum fólk að taka vel á móti þeim og kaupa miða en með því styrkið þið bæði félagið beint og líka þann sem er að selja því þetta er jafnframt fjáröflun fyrir þá aðila.
Strákarnir halda í Grafarvoginn í kvöld og spila við Fjölni í 12. umferð Olísdeildarinnar.