Handbolti

Knattspyrnufélagið Víkingur og Davíð Svansson hafa komist að samkomulagi um að Davíð leiki með liðinu í Olísdeildinni í vetur.

Handboltaskóli Víkings hefst 8. ágúst og er til 18. ágúst. Skólinn er frá 9:00 – 12:00 mánudaga til föstudaga og byrjar gæsla klukkan 8:30 hvern dag.

Umsjónamaður skólans er Díana Guðjónsdóttir meistaraflokksþjálfari kvenna. Meðan skólanum stendur koma leikmenn meistaraflokka Víkings í heimsókn ásamt fleiri gestum í skólann.

Skólinn er fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 5 – 11 ára  (2011 – 2005 )

Iðkendur skulu mæta með nesti og íþróttaskó.

Hægt er að vera bæði tvær vikur og eina viku ætli iðkandi að vera eina viku er best að senda tölvupóst á .

Verð fyrir tvær vikur er 11.000 krónur

Verð fyrir eina viku er 5.500 krónur

Skráning í skólann fer fram á www.vikingur.felog.is

Allar nánari upplýsingar veitir Íþróttastjóri Víkings Fannar Helgi Rúnarsson

18839708 1639133026119381 3487390700737154342 o

Meistarflokkur karla hefur æft mjög vel í allt sumar og ætla sér að koma vel undirbúnir til leiks þegar Olísdeildin hefst þann 10.september. Einn liður í þessu er að halda saman þeim kjarna sem byggður hefur verið upp síðustu 2 árum og nú í vikunni gengu 3 leikmenn frá framlengingu á samningum sýnum til vorsins 2019.

Hrafn Valdísarson markmaður úr KR hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hrafn sem var einn af lykilmönnum KR á síðasta tímabili, uppalinn Stjörnumaður, metnaðarfullur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér. “Hrafn passar fullkomnlega inn í það umhverfi sem við erum að byggja upp í Víking, 23 ára, með metnað til að verða betri og það eru þannig leikmenn sem við viljum byggja framtíð handboltans í Víkinni á”, segir Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkings. Við bjóðum Hrafn velkominn í Víking. 

Ægir Hrafn Jónsson og Víglundur Þórsson báðir hafa framlengt samninga sína við handknatltleiksdeild Víkings.

2.flokkur Víkings lék um helgina til úrslita á Íslandsmótinu og tapaði eftir hetjulega baráttu 25-22 fyrir Fram. Stákarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust m.a. í 4-0 og héldu því forskoti þar sem staðan var 11-15 fyrir Víking í hálfleik. Eitthvað fór pásan illa í okkar menn, því á fyrstu 15 mín. skoruðu Framarar 8 mörk gegn aðeins 1 marki Víkings og breyttu stöðunni í 19-16 sér í vil. Liðin skiptust síðan á að skora og gekk Víkingum illa að minnka munin sem endaði eins og áður sagði 25-22 fyrir Fram og óskum við þeim til hamingju með frábært tímabil þar sem þeir unnu alla þá titla sem í boði voru. 

Markaskor Víkinga var eftirfarandi :
Logi Ágústson 6, Birgir Már Birgisson 5, Magnús Karl Magnússon 5, Arnar Gauti Grettisson 2, Arnar Huginn Ingvarsson 1, Arnór Guðjónsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1

Árangur 2.flokks í vetur er áhugaverður og geta Víkingar verið stoltir af þessum framtíðarleikmönnum, sem margir hverjir léku einnig lykilhlutverk í meistarflokki í vetur. Þessi flokkur var stofnaður aftur á síðasta leiktímabili eftir margra ára hlé og enda vetur í 2.sæti í deildinni, ásamt því að ná alla leið í úrslitaleikinn er frábær árangur. 

Picture1

Efri röð f.v. : Ægir Hrafn Jónsson aðstoðaþjálfari, Birgir Georgsson liðsstjóri, Finnur Malmquist, Brynjar Kári Kolbeinsson, Bjartur Heiðarsson, Arnar Gauti Grettisson, Einar Balvin Baldvinsson, Hjalti Már Hjaltason, Magnús Karl Magnússon, Gunnar Gunnarsson þjálfari, Margrét Ársælsdóttir sjúkraþjálfi
Neðri rö f.v. Jóhannes Bjarki Birkisson, Birgir Már Birgisson, Logi Ágústsson, Styrmir Steinn Sverrisson, Arnar Steinn Arnarsson, Arnór Guðjónsson, Arnar Huginn Ingason

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna