Diego Björn Valencia varð Íslandsmeistari í +84 kg. flokki,
Pétur Rafn Bryde varði Íslandsmeistari í -84 kg. flokki,
Kristján Helgi Carrasco varð Íslandsmeistari í -75 kg. flokki,
Sindri Pétursson varð í 2. sæti í -67 kg. flokki og
Helena Montazeri varði í 2. sæti í opnum flokki kvenna.
Kristján Helgi og Diego Björn háðu svo úrslita viðureign um Íslandsmeitarasætið í opnum flokki í annað sinn á tveimur árum. Viðureignin var mjög spennandi og lauk með sigri Kristjáns Helga. Kristján og Diego áttust við í þessum sama flokki 2011, en þá hafði Diego betur. Kristján hafði ekki í hyggju að láta í minni pokann að þessu sinni, sjá viðtal við Kristján á mbl.is og í íþróttafréttahluta RÚV frá gærkvöldi.
Diego, Kristján og Pétur urðu svo Íslandsmeistarar í liðakeppni, en þessi frækni árangur íþróttafólks okkar skilaði Víking í efsta sæti félaga með 20 stig.
Vinningshafar og karatedeild til hamingju með framistöðuna hún er Víkingi til mikils sóma.