Karate

alt

Keppnisfólk Víkings ásamt aðalþjálfara frá vinstri: Sverrir Ólafur, Sindri, Kristján Helgi, Diego Björn, Pétur Rafn, Helena og Vicente

Víkingur náði glæsilegum árangri á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite sem fram fór í Fylkishöllinni laugardaginn 17.11.2012.

 

alt

Unnur með íslandsmeistarabikarinn

Á vel heppnuðu unglingamóti KAI í kumite 21.10.2012 hreppti Unnur Lilja íslandsmeistaratitilinn í kumite flokki 14 - 15 ára stúlkna+54 kg.

alt        alt    alt

Sunnudaginn 19.febrúar fór fram Íslandsmeistaramót barna í kata. Yfir 150 krakkar og 40 lið mættu til leiks og var Karatedeild Víkings mjög sigursæl og varð Íslandsmeistari félaga með 18 stiga en það voru næstum helmingi fleiri stig en næsta lið á eftir.

kai2

Íslandsmeistaramót unglinga í kumite 2012 fer fram í Víkinni sunnudaginn 21. október kl. 10:00

 

khc kai meistari 2012Mynd; Kristján Helgi Carrasco

Kristján Helgi átti sannarlega góðan dag á meistaramóti KAÍ, síðastliðin laugardag 3. mars, þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinum í kata. Allar kötur hans voru mjög vel framkvæmdar, en í úrslitum tók hann kötuna Chatanyara no Kushanku.

Ekki leyndi sér ekki að þar færi besti karatemaður Íslands, hann fangaði athygli áhorfenda svo vel að nærri hefði mátt heyra saumnál detta.

Í hópkötu náðu Víkingar 3. sæti bæði í kvenna og karla flokki, Víkingur varð einnig í 3. sæti liða með 7. stig.

Við óskum Kristjáni Helgi og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.

hpli karla sindri kristjn helgi og sverrir lafur          alt  
Mynd; Sindri, Kristján Helgi og Sverrir Ólafur      Mynd; Helena, Nína og Nadía       

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna