Knattspyrna
Marina Nesic, landsliðskona frá Serbíu, er gengin til liðs við meistaraflokk HK/Víkings og spilar með liðinu í Landsbankadeild kvenna í sumar. Hún fékk leikheimild í dag en ekki er ljóst hvort hún verði komin til landsins í tæka tíð fyrir næsta leik í deildinni sem er gegn Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn.

Marina er tvítug og leikur sem miðjumaður eða framherji. Hún hefur spilað með serbneska landsliðinu að undanförnu og var m.a. í liðinu sem lék gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra, rétt eins og Lidija Stojkanovic, varnarmaður HK/Víkings.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna