Knattspyrna

 

,,Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir ánægju með að hafa samið við miðjumanninn Finn Ólafsson fyrrum leikmann Fylkis um að leika með Víkingi næstu árin," segir í fréttatilkynningu frá Víkingi.

Finnur lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2003 og hefur síðan þá skorað 12 mörk í 190 meistaraflokksleikjum fyrir Fylki, ÍBV og HK.

Fleiri félög höfðu áhuga á að klófesta hinn þrítuga Finn en hann ákvað að ganga til liðs við Víking.

Víkingur er á leið í Evrópudeildina næsta sumar en í vetur hefur félagið einnig samið við Hauk Baldvinsson, Hallgrím Mar Steingrímsson, Andra Rúnar Bjarnason og Atla Fannar Jónsson.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna