Knattspyrna

Meistaraflokkur Víkings lék við Leikni í þriðja leik Reykjavíkurmótsins. Tómas Óli Garðarson skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 84. mínútu.

Lið Víkings var þannig skipað: Trausti Sigurbjörnsson (M), Halldór Smári Sigurðsson (fyrirliði), Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kolbeinn Theodórsson), Davíð Atlason (Halldór Þórðarson), SindriAIMG 6028 min min Scheving, Alex Freyr Hilmarsson, Logi Tómasson, Bjarni Páll Runólfsson (Georg Bjarnason), Gunnlaugur Birgisson, Erlingur Agnarsson (Valdimar Ingi Jónsson) og Nikolaj Hansen (Örvar Eggertsson).

Halldór Þórðarson spilaði sinn fyrsta leik með Víkingi en hann kom inn á 70. mínútu. Halldór sem er fæddur 1996 kemur til Víkings frá Aftureldingu er uppalinn hjá Fram og spilaði 4 leiki með þeim í Inkasso deildinni sumarið 2016 og 19 leiki með Aftureldingu síðasta sumar. Halldór er sonur Þórðar Marelssonar sem varð Íslandsmeistari með Víkingi 1981 og 1982.

Víkingur - Leiknir 0-1

0-1 Tómas Óli Garðarson 84’

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna