Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Lyngby BK í Danmörku um félagaskipti markvarðarins Andreas Larsen í Víking.

Andreas kom með Víkingi í æfingaferð til Tyrklands í vor, en ekki gat orðið af félagaskiptum vegna meiðsla markmanna hjá Lyngby. Andreas er 27 ára gamall og hefur leikið með Lyngby frá árinu 2015.

Víkingur hefur lagt mikla vinnu í markmannsleit eftir að ljóst varð að Róbert Örn Óskarsson myndi ekki leika með félaginu í sumar. Aris Vaporakis sem kom til Víkings á láni frá Helsingor fyrir tímabilið meiddist í leik gegn Val í síðustu viku og verður frá keppni í 3-4 vikur.

art109770

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna