Knattspyrna

Tilkynning frá knattspyrnudeild Víkings:

Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.

Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil.

Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattspyrnu og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni.

Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt „Velkominn heim, Kári!“

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna