Knattspyrna

Um síðustu helgi þ.eþ 13. - 15. júlí fór Símamótið fram í Kópavogi er stærsta stúlknamótið í knattspyrnu. Víkingur sendi fjölda keppenda á mótið, 4 lið í 5. flokki, 4 lið í 6. flokki og 5 lið í 7. flokki og stóðu stelpurnar sig virkilega vel á mótinu. 

Í 7. flokki var það lið Víkings 4 sem sigraði sinn styrkleika og í 6. flokki var það einnig lið Víkings 4 sem stóð uppi sem sigurvegari í sínum styrkleika. Það voru síðan stelpurnar í A-liði 5. flokks sem stóðu uppi sem Símamótsmeistarar. Stelpurnar spiluðu mjög gott mót og töpuðu aðeins einum leik á mótinu en sá leikur var á móti Breiðablik sem stelpurnar sigruðu síðan örugglega í úrslitaleiknum 2-0. 

Innilega til hamingju stelpur!

Fleiri fréttir af unglingastarfi eru í fréttabréfi Víkings.

 


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna