Knattspyrna

Arion Banka mótið 2018

Arion Banka mót Víkings verður haldið á Víkingsvelli helgina 11-12 ágúst. Mótið er haldið fyrir 8 -7. flokk karla og kvenna.

Mótið hefst klukkan níu á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudaginn klukkan fimm. Spilað verður á 18 völlum og fara leikirnir bæði fram á aðalvelli félagsins ásamt því að spilað verður á gervigrasinu og æfingavellinum. Mótið er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi og á mótinu taka hátt í 400 lið og er búist við 2200 þátttakendum á mótið nú um helgina. Á mótinu tekur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum þátt til þess að mótið verði að veruleika.

Arion Banki hefur verið aðalstyrkaraðili mótsins síðastliðin 8 ár og mun halda áfram að vera aðalstyrkarliði mótsins nú í ár."

Leikjaplön fyrir Arion Banka mót 2018 - Vallarskipan yfirlitsmynd Yfirlitsmynd Arion banka motid vid inngang rett afstada a vellinum 1

8.flokkur kvenna 

8. flokkur karla laugardagur

8. flokkur karla sunnudagur

7. flokkur karla sunnudagur gras

7. flokkur karla laugardagur aðalvöllur

7.flokkur karla laugardagur gras

7. flokkur karla sunnudagur aðalvöllur

7. flokkur kvenna sunnudagur gras

7. flokkur kvenna laugardagur aðalvöllur

7. flokkur kvenna laugardagur gras

7. flokkur kvenna sunnudagur aðalvöllur

 

 

Gott að vita fyrir mótið:

Alls er 18 völlur á svæðinu og heita þeir nöfnum tengdum Sparilandi, s.s. Skýjaborg, Baukur, Bíbí, Sparifé og svo framvegis. Vellirnir eru merktir með fánum með nöfnunum. Vallarkort verða á svæðinu.


Teknar eru myndir af öllum liðum eftir að lið hefur lokið keppni og hægt verður að nálgast þær á þessari síðu eftir að móti lýkur í hárri upplausn. Liðsmyndir verða einnig settar inn á Facebook. Allar myndir verða komnar inn í síðasta lagi fimmtudaginn 20. ágúst.


Þátttakendur í mótinu fá djús og samloku frá Lemon að móti loknu ásamt glæislegum HM bolta frá Adidas. Lemon vagninn verður á svæðinu fyrir aðra gesti.

Allar nánari upplýsingar um mótið veita Fannar Helgi Rúnarsson, íþróttastjóri Víkings og Einar Guðnason Yfirþjálfari í síma 519-7600 eða á fannar@vikingur /  

 Arion banka motid vefbordi 1920x600

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna