Knattspyrna

Á laugardaginn næsta munum við blása til hverfishátíðar í Víkinni!  Þá munum við taka á móti KA í Pepsi deildinni!

Leikurinn hefst klukkan 17.  Við munum hittast klukkan 14:30 á æfingagrasinu við bílastæðin.  

Hugmyndin er að skapa aðstöðu og stemmningu fyrir fólkið í hverfinu til að hittast, fara í leiki, grilla og eiga saman skemmtilega stund fyrir leikinn.  Fjölmenna svo á leikinn og ná í 3 stig!

Meiningin er að fólk komi með útilegudót með sér,  ferðagrill, leiki, stóla og borð eða bara teppi og kælda flösku sem ekki sést í gegnum!

Við munum setja upp tjald, verðum með grill og setjum upp leiki,  t.d. Fótboltagólf, Kubb og jafnvel verður hægt að taka víti á Morris, varamarkmann Víkings!

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna