Knattspyrna

 

Karólína Jack leikmaður meistaraflokks kvenna í HK/Víking hefur verið valin til keppni í undankeppni EM 2019 sem fram fer í Armeníu 29.september – 9.október 2018.

Karólína Jack hefur spilað stórt hlutverk í HK/Víking í sumar en HK/Víkingur tryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild á næsta ári með jafntefli gegn Selfoss um síðustu helgi.

Karólína tók þátt í tveimur æfingaleikjum U-19 í ágúst þegar Ísland hafði betur gegn Svíþjóð 4-5 og tapaði síðan naumlega fyrir Noregi 1-0. Þá hefur Karólína leikið 24 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað 2 mörk.

Við erum afar stolt af Karólínu og óskum henni og Íslenska landsliðinu góðs gengis í Armeníu.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna