Knattspyrna

Strákarnir í 2. flokki Víkings (A-liði) sigruðu Leikni 7-1 í liðinni viku og eru búnir að tryggja sér sæti í A-deild Íslandsmótsins á næsta ári. Víkingur er með 5 stiga forskot á FH og 6 stiga forskot á HK. Víkingur á eftir að leika gegn Þrótti, en FH á eftir leik gegn HK.  HK á eftir leiki gegn Völsungi og FH.  Þannig eiga FH og HK eftir innbyrðisleik sem mun ráða því hvort liðið fer upp um deild.

Keppnistímabilið hefur gengið framar vonum hjá A og B liðunum sem bæði sitja í efsta sæti í sínum riðlum. A lið Víkings er í deild með 9 öðrum liðum og því er leikjaálagið mikið sem undirbýr leikmenn fyrir næstu skref. Í deildinni eru því 18 leikir samanborið við 22 leiki í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni. Í Reykjavíkurmótinu sem lauk í maí endaði liðið í 2. sæti, einu stigi á eftir KR sem situr á toppi A deildarinnar í Íslandsmótinu um þessar mundir.

Strákarnir hafa æft mikið og vel undir stjórn Andra Marteinssonar og Þórs Steinar Ólafs frá síðasta hausti sem hefur skilað sér í góðum árangri liðanna. Liðsandinn hjá strákunum er mjög góður og þeir ná mjög vel saman. Það lýsti sér greinilega nýlega í leik gegn HK þar sem Víkingur var 0-3 undir allt fram á 83. mínútu, en sá leikur endaði 4-3 fyrir Víkingi. Með ótrúlegri elju og trú tókst strákunum að skora fjögur mörk og vinna leikinn í uppbótartíma.

Í 2. flokki eru tæplega 30 strákar sem fæddir eru 1999 til 2001 og þar af eru 7 á elsta ári og er góð samkeppni um stöður í A og B liðum. Umgjörðin í kringum Víking hefur verið góð undanfarin ár og hafa leikmenn úr öðrum félögum sótt til Víkings og aukið samkeppni og gæði hópsins. B liðið hefur spilað frábærlega í sumar og sigraði sinn riðil nokkuð örugglega. Liðið sigraði í 11 leikjum og gerði eitt jafntefli og endaði mótið með 34 stig.

Það er fagnaðarefni að komast upp í A deild þar sem eru aðeins sterkari lið og meiri samkeppni sem býr menn betur undir átökin í meistaraflokki. Liðið sem vinnur B deildin getur ekki orðið Íslandsmeistari, þannig að það er eftirsóknarverðara að vera í A deild en B deild.  Sigurvegari A deildar fer síðan í Evrópukeppni árið eftir og leikur gegn jafnöldrum sem eru á mála hjá atvinnumannaliðum. KR sem varð Íslandsmeistari 2. flokki í fyrra mætir bráðlega sænska félaginu Elfsborg í Meistaradeild unglingaliða og sigurliðið mætir svo Chelsea eða Molde frá Noregi í annarri umferðinni. Í fyrra tók Breiðablik þátt í Meistaradeild unglingaliða en liðið tapaði þá gegn Legia Varsjá.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna