Knattspyrna

HK/Víkingur tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu á næsta ári með því að gera jafntefli gegn Selfossi laugardaginn 8. september.

Það var því löngu ljóst fyrir síðustu umferð gegn KR að HK/Víkingur yrði áfram í deildinni.  Lokaleikurinn var leikinn 22. september og endaði 0-0. Liðið endaði í 7. sæti með 18 stig, sigraði í 5 leikjum, gerði 3 jafntefli en tapaði 10 leikjum, sem er flottur árangur hjá ungu liði okkar. Breiðablik varð tvöfaldur meistari í sumar, vann deildina með 46 stig, en Grindavík og FH féllu niður í 1. deild.

Að halda sætinu er gríðarlega mikilvægt því nú heldur uppbyggingarstarfið áfram án bakslags. Þó liðið búi að töluverðri reynslu eldri leikmanna og tveggja sterkra útlendinga, þá hafa „yngri“ leikmenn einnig verið í stórum hlutverkum í sumar og margar ungar stúlkur hafa fengið sín fyrstu tækifæri í efstu deild. Framtíðin er björt og við getum farið að láta okkur dreyma um að sá mikli efniviður sem landað hefur titlum í yngri flokkum á undanförnum árum geri tilkall til þess sama í meistaraflokki innan fárra ára. Alls ellefu leikmenn, sem enn eru á annars flokks aldri, hafa fengið að spreyta sig með meistaraflokki í sumar.

 


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna