Knattspyrna

Fréttatilkynning frá Víkingi: - 6.10.2018

Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Arnar Bergmann Gunnlaugsson um að taka við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni.

Arnar starfaði síðastliðið ár sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og á því tímabili hefur verið mikil ánægja með störf hans fyrir félagið.

Arnar var aðstoðarþjálfari KR sumarið 2016 og aðalþjálfari ÍA ásamt Bjarka bróður sínum á árunum 2008 og 2009.

Knattspyrnudeild Víkings bíður Arnar velkominn til starfa og vonast til þess að samstarfið verði farsælt. Samningur Arnars er til tveggja ára.

Arnar kemur til starfa hjá Víkingi í fullt starf sem þjálfari meistaraflokks.


Knattspyrnudeild Víkings

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna