Knattspyrna

Gengið hefur verið frá því að Þórhallur Víkingsson og Lidija Stojkanovic mun áfram stýra liði HK/Víkings í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Þórhallur þreytti frumraun sína með meistaraflokk í sumar, en hann hafði áður þjálfað yngri flokka Víkings og HK/Víkings um langt árabil. Lidija er fyrrum landsliðmaður Serbíu með langan feril sem leikmaður og þjálfari hjá HK/Víking. Hún kom aftur til félagsins haustið 2017, eftir að hafa gengt starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðs Serbíu þar á undan.

Þó liðið hafi komið einhverjum á óvart með frammistöðu sinni í sumar þá var árangurinn á pari við það sem lagt var upp með, enda frábært þjálfarateymi sem þekkir vel til þess uppbyggingarstarfs og umgjarðar sem liðið byggir á.

Meistaraflokksráð HK/Víkings fagnar því að geta áfram notið starfskrafta Þórhalls og Lidiju og væntir þess að ráðning þeirra og sú frábæra aðstaða sem liðið býr að, freisti góðra leikamanna til að taka þátt í því að gera gott lið að stöðugu úrvalsdeildarliði.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna