Knattspyrna

HK/Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta tímabil, en gengið var frá tveggja ára samningi við Evu Rut Ásþórsdóttur um liðna helgi.

Eva Rut, sem fædd er 2001 er uppalin hjá Aftureldingu og hefur spilað með þeim og sameiginlegu liði Aftueldingar og Fram. Hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í byrjun árs 2016 og hefur síðan spilað alls 48 leiki með mfl. í öllum keppnum. Hún spilaði 14 leiki í Inkasso deildinni á síðasta sumri og var lok tímabilsins valin besti leikmaður mfl. Aftureldingar/Fram ásamt því að vera í hópi efnilegustu miðjumanna deildarinnar.

Eva Rut á fimm leiki með U17 ára landsliði Íslands, en hún spilaði svo sína fyrstu leiki með U19 þegar liðið tryggði sér gæsilegan sigur í riðlakeppni EM2019 í haust og skoraði í þeim tvö mörk.

HK/Víkingur lýsir yfir mikilli ánægju með hafa fengið þessa efnilegu knattspyrnukonu til liðsins.

Eva Rós og Þórhallur meistaraflokksþjálfari kvenna 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna