Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings samdi í gær við Þórð Ingason og James Mack um að leika með félaginu næstu tvö árin.

Þórður er 30 ára gamall markvörður sem stærstan hluta ferilsins hefur varið mark Fjölnis. Hann á að auki baki leiki fyrir KR og BÍ/Bolungarvík. Þórður hefur leikið 244 leiki í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ en að auki á hann 17 leiki fyrir U17, U19 og U21 árs landslið Íslands.

James  Mack er 30 ára gamall sóknarmaður sem leikið hefur með Selfossi og Vestra hér á landi en hann hefur einnig leikið með Chicago Fire, Tourcoing, Charleston Battery, og Ekeanas SC í Bandríkjunum. Hann hefur tekið þátt í 73 leikjum í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ og skorað í þeim 24 mörk. James Mack á ættir að rekja til Bandarísku Jómfrúreyja og er sem stendur fyrirliði landsliðs þeirra.

Knattspyrnudeild Víkings býður leikmennina velkomna til félagsins.

- Stjórn knattspyrnudeildar Víkings

Meðfylgjandi er mynd af James Mack og Þórði Ingasyni ásamt Arnari Gunnlaugssyni þjálfara Víkings og Heimi Gunnlaugssyni formanni meistaraflokksráðs eftir undirskriftina í gærkvöldi.

vikingur jc thordur

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna