Knattspyrna

Gengið hefur verið frá tveggja ára samningi við Rakel Logadóttur um aðstoðarþjálfun meistaraflokks HK/Víkings. Hún tekur þar við stöðu Lidiju Stojkanovic, sem tók nýverið við aðstoðarþjálfarastöðu Serbneska A-landsliðsins. Lidiju fylgja allar bestu óskir um farsælt starf og kærar þakkir fyrir öll árin með HK/Víking.

Rakel er í níunda sæti yfir leikjahæstu leikmenn í efstu deild kvenna, en alls á hún þar að baki 216 leiki og 92 mörk (15. markahæst). Hún spilað eitt tímabil með ÍBV, en þess utan samfellt í 17 tímabil með Val. Hún varð Íslandsmeistari með Val sex sinnum, fyrst árið 2004 og síðan í fimm ár í röð á árunum 2006 til 2010. Sex sinnum vað hún Meistar Meistaranna, níu sinnum Reykjavíkurmeistari, tvisvar sinnum Deildarbikarmeistari og fimm sinnum Bikarmeistari. Því miður eru skráningar leikja frá fyrstu árum hennar í meistaraflokki ekki alveg ábyggilegar, en fyrsta leikinn á hún skráðan í leik Meistarar Meistaranna með Val haustið 1996 og þann síðasta með Þrótti í 1. deild haustið 2017, en hún var spilandi aðstoðarþjálfari Þróttara tvö síðustu ár keppnisferilsins. Alls á hún skráða 360 keppnisleiki á þessu 22 ára tímabili, en líklegt verður að teljast að þeir séu vel yfir 400!

Rakel spilað sinn fyrsta landsleikinn með U17 árið 1996 og ári seinna náði hún þeim merka áfanga að spila leiki með öllum yngri landsliðunum, U17, U19 og U21, þá sextán ára! Alls spilaði hún 44 leiki með yngri landsliðunum. Hún spilaði sinn fyrsta A landsleik árið 2000 og alls 26 leiki fram til ársins 2011 og skoraði í þeim tvö mörk.

Rakel fór til náms til Bandaríkjanna haustið 2001 og spilaði á vetrum með Háskólalliði UNCG í North Carolina í fjögur tímabil. Þar er enn talað um hana sem „UNC Greensboro women‘s soccer standout player“, en hún er þar á listum yfir flesta tölfræðiþætti fótboltans, sem þar er haldið utan um. Meðal annars er hún stoðsendinghæsti leikmaður liðsins frá upphafi (44 stoðsendingar) og stoðsendingahæst þrjú ár í röð, en alls lék hún 86 leiki fyrir liðið og er tíundi leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Sjá http://www.uncgspartans.com/…/RecordB…/2018-Record-Book.pdf…

Rakel hefur þjálfað yngri flokka um langt árabil og unnið með þeim fjölda titla. Hún var aðstoðarþálfari Þróttar 2016-2017, en var nú síðast í þjálfarateymi Vals í 2. og 3. flokki, í nánu samstarfi við meistaraflokksþjálfara liðsins.

Eins og þessi upptalning gefur til kynna þá er Rakel í hópi allra sigursælustu leikmanna landsins, hokin af reynslu og mikill leiðtogi, en hún er einnig ein fárra íslenskra kynsystra sem lokið hafa UEFA A þjálfaragráðu og með Msc í Íþróttafræði. Það er HK/Víkingi mjög mikilvægt að hafa fengið Rakel til liðsins og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna