Knattspyrna

Meistaraflokkur karla er nú staddur á Spáni í æfingaferð fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla.Þar æfa strákarnir við frábærar aðstæður og spila nokkra æfingaleiki.

Á miðvikudaginn unnu strákarnir sigur á Grindvíkingum með þremur mörkum gegn einu. Mörk Víkings gerðu þeir Gunnlaugur Hlynur, Dofri Snorrason og Gunnlaugur Fannar. Á morgun, laugardag, spilar liðið æfingaleik gegn HK en síðan munu strákarnir spila tvo æfingaleiki eftir að þeir koma heim. Fyrri leikurinn verður gegn ÍBV þann 13. apríl nk. og seinni leikurinn verður gegn KA þann 19. apríl. Báðir leikirnir fara fram á gervigrasvelli Víkings. 

Fyrsti leikur Víkings í Pepsi Max deildinni er síðan gegn Val þann 26. apríl nk. og fer fram á Origo vellinum. Sá leikur verður jafnframt opnunarleikur deildarinnar. Það styttist því heldur betur í mótið og hefst sala ársmiða á mánudaginn.

56196770 10155992486753239 7392709103870541824 n

Mynd úr leik Víkings og Grindavíkur á Spáni

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna