Knattspyrna

Arna, sem fædd er 2002, lék með einu allra sigursælasta lið yngri flokka, sem Víkingur hefur alið. Hún var í 6. fl. Þegar Víkingur tryggði sér sigur á Hnátumóti suðvestursvæðis í fyrsta sinn 2011. Hún varð síðar í fyrsta Íslandsmeistaraliði Víkings í öllum yngri flokkum stúlkna. Íslandsmeistari í 5. fl. 2014, Íslandsmeistari í 4. fl. 2015 og Íslandsmeistari í 3. fl. bæði 2016 og 2017, en síðara árið varð liðið einnig Bikarmeistari. Þá varð hún Reykjavíkurmeistari samfellt í fimm ár í röð, 2013, 2014, 2015, 2016 og 2017, með 5., 4., og 3. fl. og jafnframt Reykjavíkur- og Faxaflóamótsmeistari með 2.fl. HK/Víkings 2017.

Arna hefur átt fast sæti í úrtakshópum yngri landsliða um árabil og á hún fjölda landsleikja bæði með U16 og U17, eða samtals 15 leiki. Hún spilaði svo sína fyrstu leik með U19 nú í vetur, aðeins 16 ára!

Arna lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki HK/Víkings í byrjun árs 2017 og var í leikmannahópi liðsins sem tryggði sér deildarmeistaratiltil 1. deildar þá um haustið. Hún spilaði 10 leiki í Pepsí í fyrra og alls 20 leiki á síðasta tímabili. Alls hefur hún nú spilað 30 leiki með meistaraflokki, enn á yngsta ári í 2.fl.

Arna hefur lengst af spilað sem miðjumaður eða miðvörður, en hún er liðtæk í flestar stöður eins og mörkin þrjú með U17 og aragrúi marka með yngri flokkum Víkings bera glöggt vitni. Hún er líkamlega sterk og þá sérstaklega í loftinu þar sem hún lætur finna vel fyrir sér, en stóru skrefin gefa henni líka forskot í baráttunni um boltann aftar á vellinum.

Það er HK/Víkingi mikið gleðiefni að hafa endurnýjað samning við Örnu og mikið tilhlökkunarefni að fylgjast með henni á vellinum í sumar.

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna