Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Ágúst Hlynsson um að leika með félaginu næstu þrjú árin.

Í dag náðist samkomulag við Brondby um félagaskipti miðjumannsins Ágústar Eðvalds Hlynssonar.  Ágúst, sem er 19 ára gamall, er uppalinn í Breiðabliki þar sem hann lék fjóra leiki 16 ára gamall með aðalliði félagsins áður en hann var seldur til Norwich í Englandi. Í Englandi lék Ágúst með yngri liðum og varaliði félagsins þar til hann var seldur til Brondby og hefur hann leikið með yngri og varaliðum danska félagsins undanfarin tvö ár. Ágúst á að baki 24 leiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert þriggja ára samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu.

Í viðhengi má sjá mynd af Ágústi ásamt Arnari Gunnlaugssyni þjálfara Víkings og Heimi Gunnlaugssyni formanni meistaraflokksráðs við undirskriftina í dag.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna