Knattspyrna

Gengið hefur verið frá samningi við markvörðinn Audrey Rose Baldwin.

Audrey Rose, er fædd í Baltimore USA árið 1992. Hún byrjaði ung að æfa knattspyrnu og lék með skólaliði Fallston High Scool í heimabæ sínum Forest Hill, Harford County í Maryland-fylki. Hún spilaði síðar með liði Harford Community Collage um þriggja ára skeið við góðan orðstír og fjölda viðurkenninga fyrir frammistöðu sína á vellinum. Hún lék eitt ár með Arkansas State University, en lauk árið 2013 BS prófi í Hreyf- og íþróttafræði (e. Kinesiology and Exercise Science) frá Texas A&M University Coprus Christ og ári síðar MS prófi í íþróttasálfræði (e. Sport and Exercise Psychology) frá University of Western States.

Árið 2014 gekk hún til liðs við Portúgalska úrvalsdeildarliðið Os Beleneses/Clube Futbol Benfica. Hún kom svo í fyrsta sinn til Íslands vorið 2015 og lék alls tólf leiki með 1.deildar-liðið Keflavíkur þá um sumarið, þar á meðal þrjá tapleiki gegn HK/Víkingi!! Hún var svo á mála hjá Danska úrvalsdeildarliðinu Fortuna Hjørring þar til hún kom aftur til Íslands vorið eftir. Þá gekk hún til lið við Fylki, sem þá lék í Pepsí-deild og spilaði alls 20 leiki með þeim. Næsti viðkomustaður var Frakkland, en þar gekk hún til liðs við FCF Juvisy og spilaði með þeim fram á sumarið 2017. Hún átti svo stutta viðdvöl í Kosovo um haustið og spilaði nokkra leiki með FC. Hajvalia sem þá tók þátt í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Veturinn eftir gekk hún til liðs við Ísraelska liðið Maccabi Kishronot Hadera og spilað i með þeim fram á vorið 2018, er hún meiddist á fingri og gat ekki leikið knattspyrnu í hálft ár. Síðasta haust færi hún sig svo um set í Ísrael og spilaði með FC. Ramat HaSharon í vetur.

Af þessari upptalningu má ljóst vera að Audrey hefur komið víða við og býr af mikilli reynslu og án þess að þekkja mikið til Everybody Soccer, sem árið 2018 setti Audrey í 49. sæti yfir bestu markverði heims https://www.everybodysoccer.com/even-the-goalkeepers-like-to/2018/6/2, þá verður spennandi að fylgjast með henni endurnýja kynni sín af Íslenskri knattspyrnu í sumar.

Við bjóðum Audrey Rose Baldwin velkomna í lið HK/Víkings og væntum öflugrar samkeppni um markvarðarstöðu liðsins á komandi tímabili.

AIMG 3348 edited

 

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna