Knattspyrna

Enn bætist í hóp leikmanna sem spilað hafa 100 leiki fyrir HK/Víking.

Isabella Eva Aradóttir spilaði sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk HK/Víkings, í upphafsleik Íslandsmótsins, þann 2. maí síðastliðinn, á móti KR. Hún er sú fimmtánda til að ná þeim áfanga í tæplega 500 leikja sögu HK/Víkings, frá því að liðið stillti fyrst upp sameiginlegu liði í meistaraflokki árið 2001.

Isabella Eva, sem fædd er 1999 er HK-ingur að upplagi en hefur spilað fyrir HK/Víking allar götur síðan í 3. flokki. Hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í ársbyrjun 2015, en hefur frá árinu 2016 verið hópi leikjahæstu leikmanna liðsins á hverju tímabili, enda er hún næst yngst allra leikmanna til að ná í hundrað leikja klúbbinn. Hún spilað 15 af 18 leikjum í Pepsí-deildinni í fyrra og hefur nú tekið þátt í þremur fyrstu leikjum nýhafins tímabils.

Isabella varð deildarmeistari með HK/Víking þegar liðið vann sig upp í efstu deild 2017 og hefur tvívegis orðið Lengjubikarmeistari C-deildar með liðinu. Hún á að baki tvo leiki með U19 landsliði Íslands og var árið 2016 tilnefnd af hálfu HK/Víkings í kjöri á knattspyrnukonu Kópavogs.

Isabella hefur lengst af leikið á miðjunni, en hefur einnig brugðið sér í flestar stöður á vellinum. Hún er líkamleg sterk og býr yfir mikilli skottækni og hraða, eins fjölmörg mörkin bera vitni um.

Við óskum Isabellu Evu til hamingju með áfangann og bjóðum hana velkomna í hóp fimmtán „Skjaldarhafa“.

60711990 1864872263619260 1208953540576280576 o1 60280473 1864872273619259 8605904096450314240 o1

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna