Knattspyrna

Föstudaginn 14. júní var mikið um dýrðir í Víkinni, heimavelli hamingjunnar. Þá vígðum við Víkingar nýjan og stórglæsilegan völl áður en liðið lék stórleik gegn HK í Pepsi Max deild karla.Fyrir leik var mikil stemning þar sem m.a. mátti finna hoppukastala og fleira skemmtilegt fyrir þau sem yngri eru. Í hátíðarsalnum var boðið upp á veitingar og ræðuhöld í tilefni dagsins en meðal þeirra sem héldu ræðu voru Björn Einarsson, formaður Víkings, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.

Áður en leikurinn hófst vígði Sr. Pálmi Matthíasson völlinn og Björn Einarsson, Dagur B. Eggertsson og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ klipptu á borða við vígsluathöfnina sjálfa. 

Okkar menn léku á alls oddi í leiknum og unnu sanngjarnan 2-1 sigur. Mörk Víkings skoruðu þeir Atli Hrafn Andrason og Erlingur Agnarsson. Með sigrinum lyftu strákarnir sér úr fallsæti og núna er stefnan sett upp töfluna. Þeir hafa sýnt góða spretti í sumar en verið óheppnir á lykil augnablikum en með tilkomu nýs heimavallar og með sjálfstraustið að vopni eru þeim allir vegir færir. Næsti leikur er gegn KA á Akureyri áður en strákarnir halda til Vestmannaeyja og spila gegn ÍBV, en sá leikur er stórslagur í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Áfram Víkingur!

2

1

3

 

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna