Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Kristal Mána Ingason til næstu þriggja ára.
Kristall kemur til félagsins frá FCK í Danmörku, en hann lék með Víkingi á síðasta tímabili á lánssamningi og stóð sig vel. Kristall er 19 ára gamall og hefur spilað 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan ungan miðjumann sem Víkingur hefur mikla trú á. Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir ánægju sinni með að félagið haldi áfram að laða til sín unga, efnilega leikmenn sem styrkja félagið til framtíðar.
Kristall Máni og Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri Víkings við undirskriftina