Knattspyrna

 

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við markmannsþjálfarann Hajrudin Cardaklija um tvö ár til viðbótar.

Cardaklija hefur þjálfað markverði Víkings undanfarin sjö ár og er mikil ánægja með hans störf hjá félaginu.

Cardaklija var einn allra besti markvörður landsins á árunum 1992 til 1997 þegar hann spilaði með Breiðablik og Leiftri í efstu deild karla.

Hann tók svo aftur fram skóna árið 2000 og lék með Sindra í 1. deild og 2. deild í þrjú ár. Lokaleikur hans var svo árið 2008 þegar hann lék fyrir Sindra í 2-1 sigurleik í bikarkeppni KSÍ á móti Spyrni.

Það er stjórn knattspyrnudeildar Víkings mikið ánægjuefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu þessa færa markmannsþjálfara.

149099386 10157760349428239 68137710833517242 o

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna