Knattspyrna

Dagbjört, sem fædd er 1996 er uppalin Húsvíkingur og hefur frá fyrstu tíð spilað fyrir Völsung. Hún spilaði sýna fyrstu leiki í meistaraflokki í Lengjubikar vorið 2012 og fyrstu leiki í Íslandsmóti þá um sumarið. Hún hefur verið trú uppeldisfélaginu og þrátt fyrir að hafa stundað nám í Reykjavík undafarin ár en hún á alls 161 meistaraflokksleik fyrir Völsung, þar af 126 í deildarkeppnum Íslandsmóts og bikar og hefur í þeim skorað 15 mörk. Eftir að hafa verið valin efnilegast leikmaður mfl. Völsungs árið 2015 var hún valin besti leikmaður mfl. þrjú ár þar á eftir, 2016, 2017 og 2018. Hún var svo útnefnd íþróttakona Völsungs 2018.

Dagbjört á einungis einn leik skráðan á móti HK/Víkingi, en hún var í sigurlið haustið 2012. Liðin áttu þá í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni 1. deildar, en HK/Víkingur tryggði sér þá um haustið sæti í efstu deild. Dagbjört spilaði í úrslitakeppni 1. deildar 2015, eftir sigur í NL&AL-riðli og varð meistari 2. deildar með Völsungi undir stjórn John Andrews árið 2019. Dagbjört tók þátt í fjölda úrtaksæfinga yngri landsliða og spilaði einn landsleik fyrir U17. Dagbjört stundaði á yngri árum frjálsar meðfram fótboltanum og hefur komið að þjálfun í báðum greinum.

Víkingar bjóða Dagbjörtu velkomna til félagsins og vænta mikils af henni í sumar. Það er svo ekki verra að vita af sjúkraþjálfara inni á vellinum!

AIMG 5559 edited

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna