Knattspyrna

Ólöf Hildur, sem fædd er 2003, tilheyrir sigursælustu árgöngum stúlknaliðs Víkings frá upphafi vega, en árgangar 2001-2003 sópuðu að sé verðlaunum upp í gegn alla yngri flokka.

Ólöf Hildur var í 5. fl. 2014, þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í þeim flokki í fyrsta sinn og skoraði annað af tveimur mörkum liðsins í úrslitaleik á móti Breiðablik þegar Víkingur endurtóku leikinn ári seinna. Hún varð svo Íslandsmeistaratitilinn með 4. fl. tveimur árum seinna þegar Víkingar fögnuðu sigri A-liða í þeim flokki fyrsta sinni 2017. Árin 2016 og 2017 spilaði hún jafnframt fjölda leikja með A- og B-liðum 3. fl., sem varð Íslandsmeistari B-liða 2016 og beggja liða 2017, ásamt því að verða bikarmeistari það ár. Hún varð einnig margfaldur Reykjavíkurmeistari upp í gegn um yngri flokka. Árin 2018 og 2019 spilaði hún með 3. fl. HK/Víkings, en tók jafnframt þátt í fjölda leikja 2. fl.

Ólöf Hildur spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Víking á Reykjavíkurmót vorið 2020 og fyrstu leiki á Íslandsmóti þá um sumarið. Tveir leikir á Reykjavíkurmóti hafa svo bæst við á þessu ári og alls á hún nú skráða 13 leiki fyrir meistaraflokk.

Það er Víkingum kappsmál að þeir sigursælu árgangar sem Ólöf Hildur tilheyrir myndi hryggjarstykki meistaraflokks næstu árin og því er þessum samningi við hana fagnað innilega.

AIMG 4233 edited

Ólöf Hildur og John Andrews Þjálfari mfl kvenna

AIMG 4215 edited

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna