Knattspyrna

Gengið hefur verið frá tveggja ára samningi við Elízu Gígju Ómarsdóttur.

Elíza Gígja, sem fædd er 2003, tilheyrir sigursælustu árgöngum stúlknaliðs Víkings frá upphafi vega, en árgangar 2001-2003 sópuðu að sé verðlaunum upp í gegn alla yngri flokka. Elíza var í 5. fl. 2014, þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í þeim flokki í fyrsta sinn og var í A-liðinu þegar liðið endurtók leikinn 2015.  Hún var svo í B-liði 4. fl. þegar það lið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í þeim flokki 2016 og í A-liði ári seinna þegar Víkingur var Íslandsmeistari bæði A- og B-liða í fyrsta sinn. Árin 2016 og 2017 spilaði hún einnig nokkra leiki með 3. fl., sem varð Íslandsmeistari bæði árin. Hún varð einnig margfaldur Reykjavíkurmeistari upp í gegn um yngri flokka.

Elísa Gígja spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Víking á Reykjavíkurmót vorið 2020 og fyrstu leiki á Íslandsmóti þá um haustið. Alls á hún skráð fimm leiki fyrir meistaraflokk. Það er Víkingum kappsmál að þeir sigursælu árgangar sem Elíza Gígja tilheyrir myndi hryggjarstykki meistaraflokks næstu árin og því er þessum samningi við hana fagnað innilega.

AIMG 5537 edited

Elíza Gígja Ómarsdóttir 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna