Miðasala á heimaleiki Víkings í Pepsi Max deildinni sumarið 2020 er hafin og fer fram á TIX.is
Eins og undanfarin ár eru nokkrir möguleikar í boði:
Gull ársmiði þar sem Víkingsborgari og einn kaldur fylgja með á heimaleikjum í Pepsi Max deild karla, Ársmiði sem veitir aðgang að öllum heimaleikjum í Pepsi Max deild karla, VIP ársmiði þar sem boðið er upp á veitingar í hátíðarsal fyrir leik og í hálfleik og Ársmiði á heimaleiki meistaraflokks kvenna í 1. deild.
Eins og síðasta sumar munum við einnig bjóða upp á sérstakt verð fyrir þau sem eru fædd árið 1995 og síðar, sem geta fengið ársmiða á einungis 7.490 krónur í forsölu.