Arion Banka Mótið

Hið árlega Arion banka mót Víkings í fótbolta verður haldið helgina 15. og 16. ágúst 2020 á félagssvæði Víkings í Fossvogi. Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna en um 2400 krakkar taka þátt í mótinu ár hvert. Mótið hefst klukkan níu á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudaginn klukkan fimm.

Spilað verður á 21 velli og fara leikirnir bæði fram á nýjum aðalvelli félagsins ásamt því að spilað verður á gervigrasinu og æfingagrasi. Mótið er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. 

Á mótinu tekur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum þátt til þess að mótið verði að veruleika. Arion Banki hefur verið aðalstyrkaraðili mótsins síðastliðin 10 ár og mun halda áfram að vera aðalstyrkarliði mótsins nú í ár.

___________________________________________

Gott að vita fyrir mótið

Alls er 21 völlur á svæðinu og eru þeir merktir frá 1 - 21. Vellirnir eru vel merktir og hægt veðrur að sjá vallarskipulag þegar komið er á svæðið.

Allar nánari upplýsingar um mótið veita Fannar Helgi Rúnarsson, íþróttastjóri Víkings  og  Einar Guðnason yfirþjálfari  

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna