Arion Banka Mótið

Hið árlega Arion banka mót Víkings í fótbolta verður haldið helgina 17. og 18. ágúst 2019 á félagssvæði Víkings í Fossvogi.Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna en um 2400 krakkar taka þátt í mótinu ár hvert. Mótið hefst klukkan níu á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudaginn klukkan fimm.

Spilað verður á 21 velli og fara leikirnir bæði fram á nýjum aðalvelli félagsins ásamt því að spilað verður á gervigrasinu og æfingagrasi. Mótið er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi og á mótinu taka hátt í 500 lið og er búist er við 2600 þátttakendum á mótið nú um helgina.

Á mótinu tekur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum þátt til þess að mótið verði að veruleika. Arion Banki hefur verið aðalstyrkaraðili mótsins síðastliðin 9ár og mun halda áfram að vera aðalstyrkarliði mótsins nú í ár.

___________________________________________

Leikjaplan fyrir Arion Banka mótið 2019 

7. flokkur karla laugardagur gervigras

7. flokkur karla laugardagur gras

7. flokkur karla sunnudagur gervigras

7. flokkur karla sunnudagur gras

7.fl kvenna laugardagur gervigras

7. fl kvenna laugardagur gras

7. fl kvenna sunnudagur gervigras

7. flokkur kvenna sunnudagur gras

8.flokkur karla laugardagur

8.flokkur karla sunnudagur

8.flokkur kvenna sunnudagur

 

_______________________________________

Leikreglur á Arion Banka mótinu / Samvinnuverkefni KSÍ og Víkings

Gott að vita fyrir mótið

Alls er 21 völlur á svæðinu og eru þeir merktir frá 1 - 21. Vellirnir eru vel merktir og hægt veðrur að sjá vallarskipulag þegar komið er á svæðið.

Teknar eru myndir af öllum liðum eftir að lið hefur lokið keppni og hægt verður að nálgast þær á þessari síðu eftir að móti lýkur í hárri upplausn. Liðsmyndir verða einnig settar inn á Facebook. Allar myndir verða komnar inn í síðasta lagi fimmtudaginn 22.ágúst. Allar nánari upplýsingar um mótið veita Fannar Helgi Rúnarsson, íþróttastjóri Víkings ,  Einar Guðnason  Sólrún Sigvaldadóttir  

 Arion banka motid vefbordi 1920x600 2019

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna