Knattspyrna

Víkingi var á dögunum boðið að senda U19 ára lið félagsins til keppni á hið þekkta Mercedes-Benz JuniorCup innanhúss mót sem haldið verður í nágrenni Stuttgart 5. og 6. janúar næstkomandi, en mótshaldarar sjá alfarið um að greiða flug og gistingu fyrir 16 manna hóp Víkings.

Víkingur og Garri hafa um árabil verið samstarfsaðilar, sem felst í því að allir flokkar Víkings í handknattleik og knattspyrnu versla allan klósettpappír frá Garra í fjáröflunum sínum. Í staðinn fær Barna- og unglinaráð Víkings veltutengdan styrk frá Garra, auk þess styður Garri Víking og fær auglýsingu á búningum.

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku. Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og í Kína. Hann hefur spilað 29 A landsleiki og 11 U21-árs landsleiki.  Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings hefur ráðið 2 nýja yfirþjálfara til starfa sem taka við af Luka Kostic sem lét af störfum núna í október. Einar Guðnason verður yfirþjálfari drengja og Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari stúlka.

40 vinningsnúmer  voru dregin út í happdrætti á herrakvöldi Víkings á föstudaginn. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Víkings frá 9-17 virka daga.

Víkingur áskilur sér rétt til þess að nýta þá vinninga sem ekki verða sóttir fyrir 1. desember n.k. Víkingur þakkar þeim sem tóku þátt í happdrættinu og vildu þannig styðja félagið. Áfram Víkingur!

 
Á málverkauppboðiðinu á herrakvöldi Víkings föstudaginn 3. nóvember verða margar glæsilegar myndir boðnar upp. Á meðal þeirra eru verk eftir Tolla, Einar G Baldvinsson, Jón Engilberts, Hauk Dór Sturluson og Kristján Davíðsson. Myndirnar má sjá hér:
 
TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna