Knattspyrna
Fimm ungir leikmenn framlengja út 2012
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings lýsir mikilli ánægju með að hafa framlengt samninga fimm uppalinna leikmanna félagsins út tímabilið 2012. Leikmennirnir sem um ræðir eru Kjartan Dige Baldursson, Marteinn Briem, Sigurður Egill Lárusson, Tómas Guðmundsson og Walter Hjaltested.

Drengirnir hafa allir komið í gegnum yngri flokka starf Víkings og eru flestir orðnir fastamenn í meistaraflokksliði félagsins. Stjórn deildarinnar telur það mikið ánægjuefni að sú afreksvinnsla sem átt hefur sér stað í yngri flokkum félagsins sé að skila jafn mörgum sterkum leikmönnum upp í meistaraflokk og raun ber vitni. Sjá nánar á vikingur.net

Leifur Garðars framlengir við Víking

Knattspyrnudeild Víkings hefur náð samkomulagi við Leif S. Garðarsson um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks Víkings og gildir nýr samningur út tímabilið 2011. Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild kemur fram að niðurstaða sumarsins hafi verið vonbrigði en jafnframt er tekið fram að markmiðið sé að koma félaginu í úrvalsdeild og til þess að það markmið náist verið leikmannahópurinn styrktur.
Sjá nánar á vikingur.net
Besti leikmaður mfl karla að mati stjórnar: Magnús Þormar
Efnilegasti leikmaður mfl karla að mati stjórnar: Walter Hjaltested
Hafliðabikarinn (Bestur að mati leikmanna): Magnús Þormar

Bestur að mati stuðningsmanna: Magnús Þormar
Efnilegastur að mati stuðningsmanna: Marteinn Briem

Besti leikmaður mfl kvenna: Berglind Bjarnadóttir
Efnilegasti leikmaður mfl kvenna: Íris Dóra Snorradóttir
Lárubikarinn (Best að mati leikmanna): Berglind Bjarnadóttir

Besti leikmaður 2.fl. karla: Walter Hjaltested
Efnilegasti leikmaður 2.fl karla: Sigurður Egill Lárusson

Besti leikmaður 2.fl kvenna: Margrét Ýr Björnsdóttir
Efnilegasti leikmarður 2.fl kvenna: Ingibjörg Sigvaldadóttir

Leikmaður ársins hjá Berserkjum: Kristján Andrésson
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna