Knattspyrna
Á morgun kl. 16 til 18, fyrir leikinn á morgun, verður innri salur Greifans á Akureyri "Stássið" frátekið fyrir stuðningsmenn Víkings sem staddir verða á Akureyri. Salurinn tekur um 60 manns í sæti og verða eftirfarandi tilboð í gangi: Stór á krana kr. 600 Kaffi 250 kr. 15% afsláttur af matseðli (gildir ekki á drykk eða önnur tilboð). Við hvetjum þá Víkinga sem verða fyrir norðan að hittast á Greifanum og ræða málin fyrir leikinn.

Víkingsstelpur í 6. flokki gerðu góða ferð í höfuðstöðvar HK í Fagralundi á mánudag, 6. júlí. Þar voru spilaðir undanriðlar Hnátumótsins (Íslandsmótsins) og sendu Víkingur til leiks þrjú glæsileg lið. Til að gera langa sögu stutta unnu bæði A-lið og C-lið sína riðla af öryggi og B-liðið lenti í öðru sæti á eftir öflugu Hauka-liði. A-liðið vann alla leiki sína og endaði með markatöluna 14-2. C-liðið vann sinn riðil einnig glæsilega, vann alla leikina, alls með markatölunni 17-0!!! Þá stóð B-liðið sig einnig mjög vel, vann tvo leiki örugglega, gerði jafntefli við staðarhaldara HK og tapaði einungis fyrir Haukaliðinu sem sigraði í riðlinum með fullu húsi.

A-liðið og C-liðið eru því örugg áfram í úrslitariðil og B-liðið á einnig góða von um það en ekki liggja fyrir úrslit í öllum riðlum B-liða ennþá. Framtíðin er því björt hjá ungu stelpunum okkar í Víkingi.

Næsta taka þær þátt í Símamótinu 16.-19. júlí. Þá tekur við Pæjumótið á Siglufirði 7.-9. ágúst. Svo verður leikið til úrslita á Hnátumótinu 16.-17. ágúst. Ekki er þá sögð sagan öll því lokamótið er HK-mótið sem fram fer 23.-24. ágúst. Sumarinu er því borgið fyrir foreldrana, enda mikil ánægja sem fylgir því að fylgja eftir og fylgjast með þessum glæsilegum stelpum. Bara gaman að því!!!

ÁFRAM VÍKINGUR.

Ólafur Ólafsson íþróttastjóri Víkings veitti viðtöku viðurkenningar frá KSÍ vegna knattspyrnuskóla félagsins. Knattspyrnuskólinn uppfyllti gæðamat KSÍ og gæðakröfur fyrir knattspyrnuskóla sem settar eru fram í Grasrótarsáttmála UEFA. Þeir Guðlaugur Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson frá KSÍ afhentu félaginu viðurkenningu undirritaða af framkvæmdastjóra KSÍ. Myndin var tekin af því tilefni.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna