Knattspyrna

4 Fl kvenna hélt til Vestmannaeyja í gær og spilaði þar nokkuð jafnan og skemmtilegan leik við heimastelpur. Í hálfleik var staðan 0 – 0 og hafði hálfleikurinn verið nokkuð jafn þó svo okkar stelpur hafi fengið fleiri tækifæri til að skora. Í byrjun seinni hálfleiks fengu þær svo á sig mikið klaufamark þar sem þær virtust ekki alveg komnar í spilagírinn. Þetta mark sló stelpurnar út af laginu og tók það þær nokkur tíma að jafna sig á þessu marki. Það hlaut þó að koma að því að þær skoruðu mark og koma það svo loksins um mðjan hálfleikinn og var það Emelia sem slapp í gegn, lék á markmanninn og skoraði. Eftir þetta mark fóru sóknir stelpnanna að þyngjast og skoraði Steinunn sigurmarkið af harðfylgi er 10 mín voru eftir af leiknum. Var þetta því flottur og sanngjarn sigur.

Nú hafa stelpurna spilað helming af leikjum sínum í Íslandsmótinu eða fimm og hafa þær tapa einum leik og unnið alla hina

Þær Berglind Bjarnadóttir og Nína B. Gísladóttir úr meistaraflokki HK/Víkings eru í 18 manna landsliðshópi U19 ára sem var valinn til að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Hvíta-Rússlandi sem hefst 13. júlí.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna