Knattspyrna
Getraunahópur Vikinga hefur hreiðrað um sig í hinum vistlega Berserkjakjallara. Þar er opið kl. 11:00-13:00 á laugardögum.

Knattspyrnudeild hvetur alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik í úrvalsfélagsskap. Vinningsvonin er auðvitað til staðar en ávinningurinn er í það minnsta ávallt Víkings, félagslega og fjárhagslega.

Styrkjum starfið með þátttöku í getraunum. Sjáumst!
Sigurður Víðisson hefur verið ráðinn yfirþjálfari fyrir kvennaknattspyrnu innnan Víkings. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í þjálfun. Hann stýrir einnig meistarflokki HK/Víkings sem vann sér sæti í Landsbankadeild kvenna síðasta sumar.

Hlutverk Sigurðar sem yfirþjálfara verður að tryggja framgang kvennaknattspyrnu innan Víkings og byggja upp metnaðarfullt starf sem skilar árangri fyrir félagið, iðkendur og þjálfara þess. Knattspyrnudeild Víkings fagnar ráðningu Sigurðar og telur hana bera vott um þann metnað og framsýni sem Víkingur vill leggja í kvennaknattspyrnu innan félagsins
Lidija Stojkanovic og Jovana Cosic hafa skrifað undir nýja samninga um að leika með HK/Víkingi og eru nú samningsbundnar út keppnistímabilið 2009.

Þær spila nú sitt fjórða tímabil með HK/Víkingi og eiga stóran þátt í uppgangi liðsins sem spilar í Landsbankadeild kvenna í fyrsta skipti í sumar. Lidija er einn af lykilmönnum serbneska landsliðsins og hefur spilað 48 landsleiki fyrir þjóð sína og Jovana á þrjá landsleiki að baki. Hvor um sig hefur spilað nálægt 60 meistaraflokksleikjum fyrir HK/Víking.
Marina Nesic, landsliðskona frá Serbíu, er gengin til liðs við meistaraflokk HK/Víkings og spilar með liðinu í Landsbankadeild kvenna í sumar. Hún fékk leikheimild í dag en ekki er ljóst hvort hún verði komin til landsins í tæka tíð fyrir næsta leik í deildinni sem er gegn Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn.

Marina er tvítug og leikur sem miðjumaður eða framherji. Hún hefur spilað með serbneska landsliðinu að undanförnu og var m.a. í liðinu sem lék gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra, rétt eins og Lidija Stojkanovic, varnarmaður HK/Víkings.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna