Knattspyrna
Víkingsstelpur gerðu góða ferð á Pæjumótið á Siglufirði um helgina sem leið, 8.-10. ágúst. Alls tóku 56 hressar stelpur þátt í keppni 5., 6. og 7. flokks. Sjö lið voru send til keppni, tvö í 5. flokki, þrjú í 6. flokki og tvö í 7. flokki. Öll liðin stóðu sig vel og fjögur af þeim höfnuðu í verðlaunasæti. Lið 6. flokks C varð Pæjumótsmeistari og lið 6. flokks B, 7. flokks A og 7. flokks B náðu öll 2. sæti. ÁFRAM VÍKINGSSTELPUR!

Anna Kristín Gunnlaugsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við barna- og unglingaráð Vikings. Hún mun þjálfa 8., 7. og 6. flokka kvenna.

Gengið var frá ráðningu yfirþjálfara Milos Milojevic fyrir 3.-8.flokk kvenna og karla, en hann hefur þjálfað hjá okkur um nokkurt skeið með góðum árangri. Tilkynnt var formlega um þetta á þjálfarafundi s.l. fimmtudag og hann hefur þegar hafið störf. Milos er fæddur 1982 í Serbíu og er með menntun þaðan, sem Íþróttafræðingur og er með UEFA-B knattspyrnuþjálfaragráðu. Við væntum mikils af Milosi í samstarfi við aðra þjálfara félagsins, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst iðkendur ásamt öðrum Víkingum sem eiga samskipti við hann. Þetta er nýtt stöðugildi, sem Knattspyrnudeild í samstarfi við Barna- og Unglingaráð er að móta, en við vonumst til að þetta nýja starf efli félagið til muna í framtíðinni.

Bjóðum Milos velkominn í nýtt starf.“Knattspyrnudeild / Barna- og Unglingaráð Víkings.

altHaustmótið er byrjað hjá 3.flokki kvenna í fótboltanum og byrjar flokkurinn mótið með miklum látum.Í fyrsta leik mættu þær Þrótti á gervigrasvellnum í Laugardal og spiluðu stelpurnar mjög vel. Leikurinn endaði með sigri stelnanna 4-0 sem var síst of stór.
S.l laugardag sóttu þær Fjölni heim í Grafarvoginn og sigruðu þær 5-0. Eftir fyrstu tvo leikina er markatalan 9-0 og með sigri í síðasta
leiknum n.k. sunnudag á móti Fylki í Víkinni mun lið tryggja sér sigur í riðlunum og leika til úrslita á haustmótinu.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna