Knattspyrna
Lið HK/Víkings hrökk heldur betur í gang í kvöld í Landsbankadeild kvenna og vann glæsilegan sigur á Keflavík, 4-1, í Víkinni. Serbneska landsliðskonan Marina Nesic skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik og þær Karen Sturludóttir og Lára Hafliðadóttir gerðu sitt markið hvor.

Þetta er fyrsti sigur liðsins í efstu deild frá upphafi og hann lyftir HK/Víkingi upp um þrjú sæti, úr tíunda og neðsta uppí 7. sætið, og liðið er nú aðeins tveimur stigum frá 4. sæti deildarinnar.

Frétt af HK-vef, sjáið líka mörkin þar

Leikurinn fór rólega af stað en Keflavík náði forystunni á 10. mínútu þegar Vesna Smiljkovic skoraði eftir snarpa sókn. HK/Víkingur náði í kjölfarið fínu spili og sjálfstraustið fór vaxandi í liðinu. Marina jafnaði metin á 28. mínútu með stórkostlegu marki, beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Skemmtileg byrjun hjá þessum nýja leikmanni liðsins. Lára kom svo HK/Víkingi yfir á 34. mínútu með glæsilegu skoti utan vítateigs, óverjandi fyrir markvörð Keflavíkur, og staðan var 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var eign HK/Víkings. Lidija Stojkanovic átti þrumuskot í þverslá strax í byrjun og Marina skoraði síðan sitt annað mark með skoti á 49. mínútu, 3-1. Það var svo Karen sem innsiglaði frábæran sigur á 83. mínútu, 4-1.

"Það er góð tilfinning að landa loks sigri og þetta er tímamótaleikur í okkar sögu, sá fyrsti í úrvalsdeildinni. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá liðinu í kvöld og það að sigra hið sterka lið Keflavíkur gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir þau krefjandi verkefni sem framundan eru," sagði Sigurður Víðisson þjálfari HK/Víkings.

Lið HK/Víkings: Nína B. Gísladóttir - Arna Kristjánsdóttir, Ellen Bjarnadóttir, Lidija Stojkanovic, Jovana Cosic - Rut Bjarnadóttir (Þórhildur Stefánsdóttir), Berglind Bjarnadóttir (Ósk Kristinsdóttir 84.), Marina Nesic (Valgerður Tryggvadóttir 84.), Lára Hafliðadóttir, Tinna Óðinsdóttir - Karen Sturludóttir.
Varamenn: Heiður Loftsdóttir, Ingunn Benediktsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir, Þórey Þorgilsdóttir.
Ellen var heiðruð fyrir leikinn í gærkvöld og fékk veglegan blómvönd.
Ellen Bjarnadóttir
, fyrirliði meistaraflokks HK/Víkings, lék tímamótaleik í gærkvöld þegar liðið vann góðan sigur á Aftureldingu, 1-0, í Landsbankadeild kvenna.

Þetta var 150. leikur Ellenar með meistaraflokki en hún hefur leikið með honum öll árin frá byrjun því hún spilaði fyrst 2001, þegar meistaraflokkurinn var stofnaður, þá aðeins 15 ára gömul. Ellen, sem nú er 22 ára, er eini leikmaðurinn sem til þessa hefur farið yfir 100 leiki og nú eru þeir sem sagt orðnir 150 talsins.
HK/Víkingur fór þar með uppfyrir bæði Keflavík og Fjölni og í áttunda sæti deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.
Barna- og unglingaráð Víkings hafa ráðið Helga Kristjánsson sem þjálfara 4. flokks kvenna fyrir starfsárið 1. október 2008 til 30. september 2009. Helgi er mikill Víkingur og hefur þjálfað yngri flokka hjá Víkingi til fjölda ára, en hefur verið í leyfi síðastliðið eitt ár.

Það er mikill fengur fyrir 4. flokk að fá Helga sem þjálfara, þar sem reyndir þjálfarar eru ekki á hverju strái. Fyrsta æfing stelpnanna verður mánudaginn 6. október á Fylkisvelli kl. 18-19.30.
Það verða 3 æfingar í viku í vetur, en unnið er að skipulagningu tíma í samráði við nýjan þjálfara.

Helgi býr í Hjallalandi 27 og síminn hjá honum er 822 20 28 og tölvupóstur .
Lilja Dögg Valþórsdóttir 26 ára knattspyrnukona hefur gengið til liðs við lið HK/Víkings í Landsbankadeildinni.

Hún hefur hefur u
ndanfarin ár verið leikmaður KR. Þá á hún frækinn feril í bandarísku háskóladeildinni þar sem hún lék sem framherji en undanfarin ár hefur hún leikið sem varnarmaður.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna