Sumarnámskeið 2021

Sumarnámskeið Víkings 2021. 

í sumar býður Knattspyrnufélagið Víkingur upp á sumarnámskeið í knattspyrnu, tennis og handbolta. Skráning á sumarnámskeiðin hefjast föstudaginn 21. maí. 

Skráningin mun öll fara fram í gegnum Sportabler og verður það kynnt um leið og það liggur fyrir. 

Knattspyrnuskóli Víkings Sumar 2021

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16.

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17 og er það innifalið í gjaldinu.

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.

Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira. Dagskrá liggur fyrir í upphafi hvers námskeiðs.

Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.

Námskeið 1. 14. júní – 24. Júní / Tvær vikur

Námskeið 2. 28. júní – 9. júlí / Tvær vikur

Námskeið 3. 12. júlí – 22. júlí / Tvær vikur

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Heill dagur kr. 20.000 Hálfur dagur kr. 11.000 Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 Vikunámskeiðin eru helmingi ódýrari.

Öll skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skráning í Knattspyrnuskólann hefst föstudaginn 21. maí.

  • Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið við skráningu. Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Sportabler. 

Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 eða í gegnum tölvupóst,

IMG 6865

 ___________________________________

TENNISSKÓLI FYRIR 8-16 ÁRA

Tennisklúbbur Víkings verða með tennisnámskeið bæði fyrir byrjendur og ungt afreksfólk.

Tennisnámskeiðin fara fram á nýju tennisvöllum Tennisklúbbur Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík í Fossvogsdal. Byrjendur kynnast grunnatriðum tennisíþróttarinnar í formi léttra æfinga og leikja.

Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis“ sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur. Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik.

Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 og/eða kl. 13–16.

Krakkarnir verða að koma með nesti í skólann og það er einn kaffitími fyrir og eftir hádegi. Muna að klæða börnin eftir veðri.

Námskeiðsgjald er 19.500 kr. og innifalið er Wilson tennisspaði, tennis bolur og 3 boltar.

Veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið.

Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 14.800 kr. Stakur dagur kostar 3.500 kr. (spaði, bol og boltar ekki innifalin).

AFREKSPRÓGRAMM

Fyrir þá sem eru nú þegar með ágætan grunn í tennis og vilja ná miklum framförum á stuttum tíma, sérstaklega með tilliti til árangur í mótum.

Lögð er áhersla á íþróttamannslega hugsun og viðhorf, fótavinnu, tækni, herkænsku og þrek. Á sumrin er hægt að ná góðum framförum og því mælum við með að sem flestir æfi með okkur eins mikið og þeir geta í sumar.

Æfingar er 3 kl. á dag, kl.9-12 og/eða kl.13-16, alla virka daga.

Vikan kostar 14.800 kr. hálfur dagur í viku og 22.500 kr. í tvær vikur. Wilson bolur og taska innifalið með tveggja vikna námskeið.

14.-25.júní kl.9-12 (2 vikur)

14.-25.júní kl.13-16 (2 vikur)

14-18.júní kl.9-12 (1 vika)

14.-18.júní kl.13-16 (1 vika)

21.-25.júní kl.9-12 (1 vika)

21.-25.júní kl.13-16 (1 vika)

28.júní - 9.júlí kl.9-12 (2 vikur)

28.júní - 9.júlí kl.13-16 (2 vikur)

28.júní - 2.júlí kl. 9-12 (1 vika)

28.júní - 2.júlí kl. 13-16 (1 vika)

5.-9.júlí kl. 9-12 (1 vika)

5.-9.júlí kl. 13-16 (1 vika)

12.-23.júlí kl.9-12 (2 vikur)

12.-23.júlí kl.13-16 (2 vikur)

12.-16.júlí kl.9-12 (1 vika)

12.-16.júlí kl.13-16 (1 vika)

19.-23.júlí kl.9-12 (1 vika)

19.-23.júlí kl.13-16 (1 vika)

26.júlí - 6.ágúst kl.9-12 (2 vikur)

26.júlí - 6.ágúst kl.13-16 (2 vikur)

26.-30.júlí, kl.9-12 (1 vika)

26.-30.júlí, kl.13-16 (1 vika)

2.-6.ágúst kl.9-12 (1 vika)

2.-6.ágúst kl.13-16 (1 vika)

9.-20.ágúst kl.9-12 (2 vikur)

9.-20.ágúst kl.13-16 (2 vikur)

9.-13.ágúst kl.9-12 (1 vika)

9.-13.ágúst kl.13-16 (1 vika)

16.-20.ágúst kl.9-12 (1 vika)

16.-20.ágúst kl.13-16 (1 vika)

U10 kappar

_________________________________

Handboltaskóli Víkings 

Handboltaskóli Víkings Handboltaskóli Víkings 2021 fer fram 9. - 20. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 - 11 ára.(8.- 6. Flokkur).

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.

Námskeiðið er frá kl. 9-12. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri. 

20190807 112716

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna