Safamýri

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun Knattspyrnufélagið Víkingur taka að sér að þjóna núverandi svæði Knattspyrnufélagsins Fram í Safamýri eftir flutning félagsins á nýtt svæði þess í Úlfarsárdal. 

Gert er ráð fyrir að Fram hafi alfarið flutt starfsemi sína í Úlfarsárdal haustið 2022. Samkvæmt samkomulagi milli félaganna mun Víkingur taka yfir þjónustu Fram í Safamýri í ákveðnum áföngum fram að þeim tíma.

Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað árið 1908 og hefur lengi verið með öflugustu íþróttafélögum landsins. Meginmarkmið félagsins felast í að reka gott afreksstarf og að vera öflugt hverfisfélag sem þjónar breiðum hópi íbúa. Fyrir þau allra yngstu hefur félagið boðið upp á íþróttaskóla barna og einnig leikskólaverkefnið, Leikum og lærum. Börn sem eru komin af leikskólaaldri geta valið um að taka þátt í starfsemi sjö deilda; borðtennisdeild, handknattleiksdeild, hjóladeild, karatedeild, knattspyrnudeild, skíðadeild og tennisdeild. Áttunda deildin, almenningsíþróttadeild sem hefur verið mjög öflug, þjónar svo eldri iðkendum. Loks má nefna að félagið hefur boðið upp á leikfimi fyrir eldri borgara.

Með tengingu núverandi svæðis félagsins við Safamýrarsvæðið mun Víkingshverfið ná yfir allt það borgarhverfi sem samkvæmt hverfisskipulagi borgarinnar  nefnist Háaleiti og Bústaðir og markast af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Reykjanesbraut og sveitarfélaginu Kópavogi. Á þessu svæði eru um 15.000 íbúar og fimm skólar, en það eru Álftamýrarskóli, Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóli, Réttarholtsskóli og Hvassaleitisskóli. Samanlagt eru þessir skólar með um 1700 nemendur. Með því að þjóna stærra svæði er það von félagsins að hægt verði að efla starfsemina enn frekar, auka fagmennsku og bæta þjónustu. Stærra hverfi býður líka upp á meiri samfellu í rekstri og sveiflur í iðkendafjölda verða minni.  

Kynningarbréf til foreldra barna í Safamýri

Upplýsingasíða á Facebook fyrir foreldra í Safamýrarhverfi. 

Þessi síða er ætluð til upplýsinga fyrir foreldra/forráðamenn og iðkendur. 

Hér má ávallt finna nýjustu upplýsingar hverju sinni. 

 

Fótbolti - Æfingar í safammýri hefjast 7. sept. 

7.flokkur karla (2013-2014)  Æfingar í Safamýri

7.flokkur kvenna (2013-2014) Æfingar í Safamýri

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Boðið verður upp á aksturþjónustu fyrir kvenna flokka í fótbolta á æfingar í Víkinni fyrir iðkendur fædd 2012 - 2007

Æfingatöflur og akstursplan má finna hér að neðan. 

Skráning er í gegnum vikingur.felog.is mikilvægt að skrá í réttan hóp þegar skráð er í fótboltann (Safamýri)

___________________________________________________________________________________________________________________________

Handbolti Æfingar í safamýri hefjast. 1. sept. 

ATH. æfingar í 8.fl vikuna 31. ágúst - 4. sept verða á miðvikudegi og föstudegi fyrir drengi og stúlkur frá 14:00 - 15:00 í íþróttashúsi Fram vegna lokunar á íþróttahúsi Álftamýrarskóla. 

8. flokkur karla (2013-2014)  Æfingar í Safamýri 

8. flokkur kvenna (2013-2014) Æfingar í Safamýri 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Boðið er upp á akstursþjónustu úr Hvassaleitisskóla og niður í Safamýri

Æfingatöflur og akstursplan má finna hér að neðan.

Skráning er í gegnum vikingur.felog.is mikilvægt að skrá í réttan hóp þegar skráð er í handboltann (Safamýri)

__________________________________________________________________________________________________

 Æfingatöflur fyrir safamýri 

Fótbolti 

Handbolti 

Karate 

___________________________________________________________________________________________________

Akstursplan  Víkings Haust 2020  uppfært 9.09.2020 - Smávægilegar breytingar á tímasetningum. 

Rútuakstur hefst 25. ágúst. 

Staðsetning rútu

Víkin - Víkingsheimilið bílaplan

Safamýri - Íþróttahús

Hvassó - Stóragerði (Þar sem skólabílinn stoppar)

Breíðó - Breiðagerði fyrir framan skóla. 

Mikilvægt að skoða brottfaratíma frá hverjum stað

 ___________________________________________________________________________________________________

Knattspyrnufélagið Víkingur notast við Sportabler varðandi æfingar, leiki og varðandi aðrar upplýsingar. 

Upplýsingar um dagskrá og samskipti flokksins fram á Sportabler.

Sportabler, er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. 

Hérna er hægt að sjá kóðana fyrir hvern flokk innan deildar. 

Fótbolti 

Handbolti 

Karate

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna