Sælt
veri fólkið
Þá
er ekki seinna vænna en að fara að huga að búnaðarkaupum fyrir næsta vetur:-)
Elan skíðin og Garmont skórnir hafa fengið góðar viðtökur í brekkunum í vetur
og hefur búnaðurinn reynst ákaflega vel. Meðfylgjandi eru verðlistar fyrir skó
og skíði en við erum að keyra á mjög sambærilegum verðum og í fyrra að teknu
tilliti til gengisbreytinga. Frestur til að fyrirframpanta búnað er sem hér
segir:
Lokadagur
fyrir pantanir á fullorðinsskíðum: 31. mars, við munum vera með
skíði til sýnis og taka niður pantanir á Skíðalandsmóti Íslands sem haldið
verður á Dalvík.
Lokadagur
fyrir pantanir á skóm: 25. apríl, við munum vera með skó til sýnis á Andrésar
Andarleikunum og taka niður pantanir.
Lokadagur
fyrir pantanir á barna og unglingaskíðum: 25. apríl, við munum vera með
skíði til sýnis á Andrésar Andarleikunum og taka niður pantanir.
Það
verður eflaust mikið um að vera hjá okkur bæði á Andrés og Skíðalandsmóti
Íslands og því viljum við ráðleggja ykkur að panta búnað hjá okkur sem fyrst
með því að senda okkur tölvupóst og forðast þannig biðraðir.-) Við förum fram á
25% staðfestingagjald á fyrirframpöntunum en munum vinna það líkt og í fyrra
með því að senda ykkur pantanastaðfestingar á tölvupósti. Fyrirframgreiðslur
þurfa að vera frágengnar fyrir 5. maí.
Það
er nýtt útlit á skíðunum fyrir næsta vetur og við getum sent ykkur bækling sem
er ca. 2,5 mb að stærð, sendið okkur bara tölvupóst og við reynum að svara um
hæl.
Að
lokum viljum við benda á að Garmont er komin með skó sem eru með Flex 90
en í fyrra var mýksti skórinn hjá okkur Flex 110.
Skíðakveðja
að norðan,
Skíðasport
ehf.
Bjöggi, Daði
og Óskar
PS:
Vinsamlegast látið þennan póst berast sem víðast og hjálpið okkur að fá meira af
grænum skíðum í brekkurnar......