Skíði

Hreinsa botninn

 • Ef áburður er í botninum er best að skafa sem mest undan með járnsköfu og hreinsa svo afganginn með hreinsiefni (white sprit ódýrast).
 • Ef botninn er alveg þurr og engan áburð að sjá þarf ekki að hreinsa hann.

Athuga hvort annað hvort botn eða kantar séu hærri

 • Ef botninn er hærri en kantarnir, er honum náð niður með járnsköfu.
 • Ef kantarnir eru hærri en botnin er þeim náð niður með þjöl (body-þjöl notuð ef um mikilnn mun er að ræða). Strjúka yfir skíðin með þjölinni þangað til hún hættir að taka í kantana (munið að halda rétt á þjölinni).
 • Ef body-þjölin er notuð, er best að fara alltaf yfir með fínni þjöl á eftir, hafa límbandið á öðrum enda þjalarinnar.

 

Ef skemmdir eru á köntum

 • Strjúkið yfir hliðarkantana til að ná skemdum úr, auðveldar brýningu. Þjölin tekur betur í kantinn.
 • Munið eftir því hvað gráðu þið notuðuð síðast.

 

Brýna kanta

 • Setjið þjölina í “stuðningsþjölina” og strjúkið eftir þörfum eftir köntunum. Passið að athuga kantana reglulega til að brýna ekki of mikið.

Afbrýna fremst og aftast

 • Afbrýnið ca. 6 cm að aftan og 10 cm fremst ef nauðsyn krefur.

 

Bræðsla

 • Þurrka af skíðunum með klút og þá eru þau tilbúin fyrir áburðinn.
 • Bera undir kaldan áburð til að hreinsa botninn, skafa hann af. Endurtekið eftir þörfum.
 • Hiti á straujarni má ekki vera of hár, láta áburðin drjúpa undir skíðin ekki ofan á.
 • Dreifa áburðinum vel og skafa síðan undan, ekki allan áburðin.
 • Ef síminn hringir á meðan á bræðslu stendur ekki svara þá í straujárnið.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna