Skíði
Nú er unglingameistaramóti Íslands lokið á Akureyri . Á föstudaginn kepptu 13-14 ára í svigi og 15-16 ára í stórsvigi. Veðrið var þokkalegt, ekki mög heitt og skafrenninguur sem olli seinkur á seinni ferð stórsvigi 15-16 ára.

Á laugardaginn snerist þetta við og þá kepptu 13-14 ára í stórsvigi og 15-16 ára í svigi. Veðríð var frábært, sól og blíða. Eftir keppni fóru krakkarnir í pizzuveislu í verkmenntaskólanum og hámuðu í sig hinum ýmsu tegundum af pizzum.

Á sunnudaginn var keppt í samhliða svigi í sól og blíðu. Þar voru háðar miklar keppnir og var mikil spenna í síðustu umferðunum.

Öll úrslit mótsins eru á heimasíðu SKÍ. Á þeirri síðu eru einnig myndir frá mótinu og að vanda var Gummi Kobba með vélina á lofti og eru myndir frá honum hér. Akureyringar tóku líka myndir og eru þær inni á heimasíður skíðadeildar Akureyrar.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna