Skíði
Í tilefni af 100 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Víkings nýverið var Jensína Guðrún Magnúsdóttir sæmd heiðurskrossi Skíðasambands Íslands.

Jensína hefur setið í stjórn skíðadeildar Víkings í 28 ár, þar af sem formaður í 22 ár: Hún hefur einnig átt sæti í nefndum á vegum SKÍ. Með elju sinni og óbilandi áhuga á skíðaíþróttinni og velferð skíðaæskunnar er hún í hópi þeirra sem mest hafa lagt af mörkum til íþróttarinnar. Stjórn SKÍ færir Jensínu hamingjuóskir með viðurkenninguna.

Eftirtaldir aðilar hlutu gullmerki SKÍ: Frank Hall, Freyr Bjartmarz, Ólafur Friðriksson, Þórður Georg Hjörleifsson og Axel Alfreðsson.

Silfurmerki SKÍ hlutu, Ágúst Friðriksson, Þórdís Hjörleifsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þorbjörn Jónsson og Ástvaldur Kristinsson.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna